Tilboð

Sjálfbær maí mánuður

í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og Sumac Grill+Drinks.

logosi-text

Í maí ætlum við að bjóða uppá einstaka og græna upplifun á ION Hótelum þar sem boðið verður uppá gistingu fyrir tvo í Standard Herbergi ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði. Val verður um sérstakan þriggja rétta grænmetismatseðil að hætti Sumac Grill+Drinks en þeir hafa verið í fararbroddi á sviði grænmetisrétta undanfarin ár.

Fyrir hvert selt tilboð, mun svo Skógræktarfélag Íslands planta tré á nýju skógsvæði við Úlfljótsvatn og kaupandi fær í hendur umslag með minjagrip til sannindamerkis um að hann hafi styrkt verkefnið.

Hafa ber í huga að þeir gestir sem sjá sér fært um að koma hjólandi, gangandi eða á rafmagnsbíl, verða uppfærðir í Deluxe herbergi og þeir heppnustu í okkar splunkunýju Thermal Svítu.

Verð fyrir tvo saman í herbergi: 44.900
Verð fyrir einn í herbergi: 37.500

*Þriggja rétta kvöldverður og morgunverðarhlaðborð innifalið.

Pantanir berist í gegnum formið hér fyrir neðan eða í tölvupósti á sales@ioniceland.is merkt “Gjafabréf”.

sumac-tilbod2-1
skograekt

Start typing and press Enter to search